Monday, March 17, 2008

úlala






jæja þá er maður komin aftur til baka frá austurríki, get ekki sagt annað en að þessi ferð var gargandi snilld !!!! hotelið okkar var a stað sem heitir bad mittendorf en við fórum á tvö svæði sem kallast tauplits og loser. við lögðum af stað héðan kl hálf 9 um kvöldið eftir micro prófið okkar ( sem gekk nu bara eins og eg hafði buist við engar gloriur þar, en hvað um það ) keyrðum beinustu leið til austurrikis, vorum komin um 4 leytið um nóttina, ein erfiðasta bílferð sem ég hef upplifað get ég sagt ykkur ! en já við fengum ca 3 tima svefn þvi það var morgunmatur kl 8 og svo beint uppi brekku. það var frekar mikil snjókoma þennan dag svo skyggnið var nú ekki upp á marga fiska. ég ákvað að fara á skíði því ég þurfti að kenna innu svo hún gæti nú skíðað það sem eftir væri ferðar og hún stóð sig bara eins og hetja og allt gekk vel :) en svo tók ég brettið næstu tvo daga og það gekk bara ótrulega vel eiginlega betur en ég átti von á því síðast þegar ég fór var ég endalaust á rassgatinu en núna gat ég bara rennt mér niður eins og ekkert væri svo það var bara alveg frábært, veðrið var snilld sól og blíða. ákvað að taka svo einn dag í viðbót á skíðum þar sem ég var orðin frekar þreytt vöðvum sem ég vissi ekki að væru til hehehe bara svona aðeins til að hvíla mig, en tók svo síðasta daginn á bretti aftur. en þetta var bara alveg ótrúlega gaman þó svo að næturlífið þarna væri frekar lélegt við skemmtum okkur bara sjálf enda alveg fáránlega skemmtilegt fólk :D fórum eitt kvöld út á stað sem var allt í einu, pizzeria, café, pub, disco og ég veit ekki hvað sem segir kannski allt sem segja þarf um næturlífið þarna hehe en já það vorum sem sagt við og böns af 16 ára liði en við skemmtum okkur nú samt bara fínt !! svo var rútuferðin heim sem tók 10 tíma ! við ákváðum bara að hrynja í það á leiðinni svo fyrri parturinn var bara fínn og maður svaf bara ljúft á seinni partinum :D

og það besta við þetta allt er að læru mójóið fannst á leiðinni svo maður er bara aftur kominn í gír og ég er bara bjartsýn á framhaldið, þetta verður erfitt en held bara að það fari allt vel :)

Monday, March 3, 2008

microoo !!!!!

jamm micro prof a morgun mér til mikillar skemmtunar þar sem ég er búin að vera einstaklega dugleg að læra fyrir eða þannig.... veit ekki hvað það er en læru mójóið er bara alveg horfið

en eg er að fara til austurrikis strax eftir profið, við erum að fara a bretti eg, inna, shlomi og nati, vonandi að læru mojoið finnist þarna einhverstaðar a leiðinni en eg get ekki beðið eftir að komast aðeins heðan i burtu þo svo maður se tiltolulega nykomin en það er eitthvað skritið andrumsloftið herna þessa dagana..

en hugrun og hezi vorum með grillveislu a laugardag bara massa fint reyndar hefði veðrið getað verið betra en hvað um það við vorum buin akveða að hafa grillveislu svo það var haldin grill veisla : D

þar til næst adios